Erlent

Obama í bobba - forsetabíllinn strand

Forsetabíllinn sem fluttur er heimshornanna á milli til þess að ferja voldugasta mann heimsins, Barack Obama Bandaríkjaforseta er engin venjulegur bíll. Hann er skotheldur, sprengjuheldur og búinn öllum helstu tækninýjungum. Það kom þó ekki í veg fyrir vandræðalegt augnablik í Dublin í dag þegar drossían þurfti að játa sig sigraða af örlitlum kanti við bandaríska sendiráðið í borginni. Forsetabíllinn vóg salt á kantinum og tók töluverðan tíma fyrir öryggissveitir forsetans að koma bílnum af stað á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×