Innlent

Birtir til á Kirkjubæjarklaustri

Mynd sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók í morgun á Kirkjubæjarklaustri.
Mynd sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók í morgun á Kirkjubæjarklaustri.
Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag.

Öskufjúk er þó enn mikið á Klaustri. Þegar ekið er í vestur út úr bænum er öskukófið sama sem horfið þegar komið er að Hunkubökkum, sem eru við afleggjarann að Laka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.