Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða KMU skrifar 24. apríl 2011 19:10 Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30