Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur Valur Grettisson skrifar 6. maí 2011 14:25 Haukur Már Helgason, rithöfundur, segir ríkið stunda kerfiðsbundið útlendingahatur. Mynd / Valgarður Gíslason „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum. Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum.
Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent