Enski boltinn

United vill halda Berbatov í eitt ár til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í morgun að félagið ætli sér að nýta ákvæði í samningi Dimitar Berbatov við félagið og framlengja hann um eitt ár til viðbótar.

Núverandi samningur Berbatov rennur út í sumar en United á sér þess kost að framlengja samninginn sem það ætlar sér að gera.

Berbatov hafði verið orðaður við bæði Fulham og Bayer Leverkusen en Ferguson ætlar sér að nota sóknarmanninn klóka áfram.

Hann var markahæsti leikmaður United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur þó aðeins byrjað í tveimur deildarleikjum á tímabilinu til þessa. Hann skoraði þó þrennu í 5-0 sigri United á Wigan á öðrum degi jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×