Enski boltinn

Villas-Boas: Viðræður við Cahill ganga hægt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas segir að það sé enn himinn og haf á milli forráðamanna Chelsea og Gary Cahill í viðræðum þeirra um kaup og kjör kappans.

Bolton hefur samþykkt kauptilboð Chelsea í Cahill en fréttastofa Sky Sport segir það vera upp á fimm milljónir punda.

„Það er enn langt á milli okkar," sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla í dag. „Við munum fylgjast áfram með þessu máli, rétt eins og öðrum málum."

Villas-Boas segist þó viss um að Cahill muni á endanum ganga frá samningum við Chelsea. „Hann hefur verið í erfiðri baráttu með Bolton allt tímabilið. Hann hefur gríðarlega mikið að bera en hefur líka sína galla - þeir tengjast kannski frekar vandræðum Bolton-liðsins í heild."

„Hann hefur staðið sig mjög vel með enska landsliðinu og myndi styrkja hvaða leikmannahóp sem er í ensku úrvalsdeildinni."


Tengdar fréttir

Bolton hefur samþykkt tilboð Chelsea í Cahill

Enski varnarmaðurinn Gary Cahill er á leið til Chelsea þar sem að Bolton hefur samþykkt tilboð félagsins í kappann. Cahill á þó sjálfur eftir að ræða um kaup og kjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×