Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2011 19:30 Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira