Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2011 19:30 Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira