Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2011 19:30 Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira