Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2011 19:30 Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira