Innlent

Mildi var að fjórir gestir á hótelinu voru við vinnu úti í bæ

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Mynd/Gísli Óskarsson
„Ég mun berjast fyrir því að koma því í gírinn aftur og vonandi er það hægt," segir Þröstur Johnsen, eigandi Hótels Eyja. En í húsnæði, sem hýsir meðal annars hótelið, stór skemmdist í eldsvoða í nótt. Engan sakaði í eldsvoðanum.

„Það er númer eitt að enginn slasaðist," segir Þröstur en fjórir gestir voru á hótelinu og segir Þröstur að sem betur fer voru þeir í vinnu út í bæ þegar eldurinn kom upp.

Hann segist ekki vita hversu alvarlegt ástandið er á hótelinu en hann er staddur í Reykjavík og bíður eftir næsta flugi til Eyja. „Þetta er líka grátlegt fyrir verslunirnar sem eru niðri, en þar er meðal annars Penninn Eymundssonar, nú þegar jólatraffíkin fer að byrja," segir hann.

Slökkvilið rannsakar nú eldsupptök en getgátur eru um að eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu. Þröstur hefur rekið hótelið frá 1999 og segist hvergi vera banginn. „Þetta er ein besta staðsetningin í bænum og það hefur mikið segja. Það er vaxandi traffík ár frá ári og það lítur út fyrir að svo muni verða um ókomin ár með betri samgöngum," segir hann.


Tengdar fréttir

Eldurinn blossaði aftur upp í Eyjum

Eldurinn í stórhýsinu Drífandi í Vestmannaeyjum blossaði upp aftur um sjöleytið í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Vestmannaeyja er aftur komið á staðinn og berst við eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×