Innlent

Eldurinn blossaði aftur upp í Eyjum

Mynd: Gísli.
Mynd: Gísli.
Eldurinn í stórhýsinu Drífandi í Vestmannaeyjum blossaði upp aftur um sjöleytið í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Vestmannaeyja er aftur komið á staðinn og berst við eldinn.

Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 í Eyjum segir að mikinn reyk leggi nú frá húsinu. Slökkviliðið hefur gripið til þess ráðs að brjóta glugga í húsinu til að geta beint vatnsslöngum sínum beint á eldinn sem orðinn er töluverður einkum á efri hæðum hússins.

Nýjustu fréttir eru að rétt fyrir klukkan átta hafði slökkviliðinu tekist að ná tökum á eldinum og búið er að slökkva hann að mestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×