Bloggari um nafnlaus SMS frá fyrrum þingmanni: "Merki um sjúkleika" 30. nóvember 2011 10:16 Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi forstjóri Kögunar, sendi Teiti Atlasyni bloggara SMS þar sem hann villti á sér heimildir. Teitur hefur kært málið til lögreglunnar. Mynd/Vísir.is Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónum annarra en viðtakandans," segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika," segir Teitur í samtali við Fréttablaðið í dag en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að geriða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega.Hægt er að lesa grein Gunnlaugs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónum annarra en viðtakandans," segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika," segir Teitur í samtali við Fréttablaðið í dag en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að geriða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega.Hægt er að lesa grein Gunnlaugs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00