Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Gunnlaugur M. Sigmundsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. Niðurstaðan var hins vegar sú að ég ætti ekki annarra kosta völ en að leita löghelgaðs réttar míns til þess að fá tiltekin ummæli stefnda dæmd dauð og ómerk. Ekki óraði mig þá fyrir þeirri atburðarás sem á eftir fylgdi. Í kjölfar þess að Teiti var stefnt færðist hann allur í aukana í bloggskrifum um mig og hét því að fjalla um málið gegn sér á hverjum degi þar til því lyki. Á tímabilinu 8. júní til 10. ágúst sl. birti hann þannig a.m.k. 14 færslur þar sem haldið er uppteknum hætti. Þar kallar Teitur bloggheima til liðs við sig; óskar eftir upplýsingum þaðan um svonefnd „Kögunarmál", fjárstuðningi til að standa straum af málskostnaði sínum og biður bloggheima um að „halda með" sér í málarekstrinum. Bloggarar brugðust margir við og birtu á bloggsíðum sínum færslur þar sem þeir leggjast á sveif með Teiti og í athugasemdum við bloggfærslur hans sjálfs birtust ítrekað níðskrif um undirritaðan. Þar var m.a. hvatt til þess að haldinn yrði svokallaður „GUNNLAUGS-DAGUR„ á bloggsíðum landsins. Ef menn fyndu ekkert sjálfir til þess að skrifa um „Kögunarmál" skyldu þeir endurbirta greinina sem málaferlin eru sprottin af. Þá birtust blaðagreinar, bæði í DV og Fréttablaðinu, þar sem vegið var að æru undirritaðs vegna málshöfðunarinnar. Allir ættu að þekkja að í hinu villta vestri netheima fer ekki mikið fyrir meginreglum íslensks réttarfars. Þar er til dæmis hin mikilvæga regla um jafnræði málsaðila jafnan virt að vettugi, en hún gerir ráð fyrir því að báðir málsaðilar njóti sömu aðstöðu við rekstur máls síns, án nokkurrar mismununar. Þá eigi þeir þess jafnan kost að hafa uppi kröfur og röksemdir, afla sönnunargagna, kynna sér sönnunargögn gagnaðilans og tjá sig um kröfu og röksemdir hans. Undirritaður sat vikum og mánuðum saman undir holskeflu meiðandi ummæla á netinu og öðrum fjölmiðlum fyrir að hafa leitað réttar míns sem varinn er að lögum. Það var í bloggfærslu Teits hinn 8. ágúst sl. sem aðförin náði ákveðnu hámarki, en þar sagði um málshöfðun undirritaðs: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Á þessum tímapunkti hafði umræðan lagst þungt á mig og þá sem standa mér nærri. Enn er ógetið fjölda nafnlausra sms-skeyta og símtala sem mér bárust og höfðu að geyma svívirðingar og formælingar í minn garð. Í þessari stöðu greip ég til þess ráðs, sem ég iðrast, að senda Teiti í fjórgang nafnlaus sms-skeyti, þar sem ég villti á mér heimildir. Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans. Ummælin og aðferðin við framsetningu þeirra er óafsakanleg en verður að skoðast í framangreindu samhengi. Ég hef í dag sent Teiti Atlasyni bréf þar sem ég bið hann afsökunar Mér hefur verið greint frá því að sms-skeytasendingarnar hafi verið kærðar til lögreglu. Lögmaður Teits hefur boðið mér að fallið verði frá kærunni dragi ég málsókn mína á hendur Teiti til baka og greiði honum fullan málskostnað. Á það get ég ekki fallist, enda tel ég enn að málsóknin eigi fullan rétt á sér. Reykjavík, 29. nóvember 2011 Virðingarfyllst, Gunnlaugur M. Sigmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. Niðurstaðan var hins vegar sú að ég ætti ekki annarra kosta völ en að leita löghelgaðs réttar míns til þess að fá tiltekin ummæli stefnda dæmd dauð og ómerk. Ekki óraði mig þá fyrir þeirri atburðarás sem á eftir fylgdi. Í kjölfar þess að Teiti var stefnt færðist hann allur í aukana í bloggskrifum um mig og hét því að fjalla um málið gegn sér á hverjum degi þar til því lyki. Á tímabilinu 8. júní til 10. ágúst sl. birti hann þannig a.m.k. 14 færslur þar sem haldið er uppteknum hætti. Þar kallar Teitur bloggheima til liðs við sig; óskar eftir upplýsingum þaðan um svonefnd „Kögunarmál", fjárstuðningi til að standa straum af málskostnaði sínum og biður bloggheima um að „halda með" sér í málarekstrinum. Bloggarar brugðust margir við og birtu á bloggsíðum sínum færslur þar sem þeir leggjast á sveif með Teiti og í athugasemdum við bloggfærslur hans sjálfs birtust ítrekað níðskrif um undirritaðan. Þar var m.a. hvatt til þess að haldinn yrði svokallaður „GUNNLAUGS-DAGUR„ á bloggsíðum landsins. Ef menn fyndu ekkert sjálfir til þess að skrifa um „Kögunarmál" skyldu þeir endurbirta greinina sem málaferlin eru sprottin af. Þá birtust blaðagreinar, bæði í DV og Fréttablaðinu, þar sem vegið var að æru undirritaðs vegna málshöfðunarinnar. Allir ættu að þekkja að í hinu villta vestri netheima fer ekki mikið fyrir meginreglum íslensks réttarfars. Þar er til dæmis hin mikilvæga regla um jafnræði málsaðila jafnan virt að vettugi, en hún gerir ráð fyrir því að báðir málsaðilar njóti sömu aðstöðu við rekstur máls síns, án nokkurrar mismununar. Þá eigi þeir þess jafnan kost að hafa uppi kröfur og röksemdir, afla sönnunargagna, kynna sér sönnunargögn gagnaðilans og tjá sig um kröfu og röksemdir hans. Undirritaður sat vikum og mánuðum saman undir holskeflu meiðandi ummæla á netinu og öðrum fjölmiðlum fyrir að hafa leitað réttar míns sem varinn er að lögum. Það var í bloggfærslu Teits hinn 8. ágúst sl. sem aðförin náði ákveðnu hámarki, en þar sagði um málshöfðun undirritaðs: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Á þessum tímapunkti hafði umræðan lagst þungt á mig og þá sem standa mér nærri. Enn er ógetið fjölda nafnlausra sms-skeyta og símtala sem mér bárust og höfðu að geyma svívirðingar og formælingar í minn garð. Í þessari stöðu greip ég til þess ráðs, sem ég iðrast, að senda Teiti í fjórgang nafnlaus sms-skeyti, þar sem ég villti á mér heimildir. Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans. Ummælin og aðferðin við framsetningu þeirra er óafsakanleg en verður að skoðast í framangreindu samhengi. Ég hef í dag sent Teiti Atlasyni bréf þar sem ég bið hann afsökunar Mér hefur verið greint frá því að sms-skeytasendingarnar hafi verið kærðar til lögreglu. Lögmaður Teits hefur boðið mér að fallið verði frá kærunni dragi ég málsókn mína á hendur Teiti til baka og greiði honum fullan málskostnað. Á það get ég ekki fallist, enda tel ég enn að málsóknin eigi fullan rétt á sér. Reykjavík, 29. nóvember 2011 Virðingarfyllst, Gunnlaugur M. Sigmundsson
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar