Bloggari um nafnlaus SMS frá fyrrum þingmanni: "Merki um sjúkleika" 30. nóvember 2011 10:16 Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi forstjóri Kögunar, sendi Teiti Atlasyni bloggara SMS þar sem hann villti á sér heimildir. Teitur hefur kært málið til lögreglunnar. Mynd/Vísir.is Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónum annarra en viðtakandans," segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika," segir Teitur í samtali við Fréttablaðið í dag en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að geriða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega.Hægt er að lesa grein Gunnlaugs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónum annarra en viðtakandans," segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika," segir Teitur í samtali við Fréttablaðið í dag en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að geriða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega.Hægt er að lesa grein Gunnlaugs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30. nóvember 2011 06:00