Innlent

Sextíu milljóna ferðakostnaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason er ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.
Jón Bjarnason er ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.
Ferðakostnaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana á fyrstu níu mánuðum ársins nam um sextíu milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar ráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns um málið.

Ferðakostnaður hjá fjármálaráðuneytinu og undirstofnunum þess nam tæpum 50 milljónum króna. Hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu nam sambærilegur kostnaður 31 milljón króna.

Í svari forsætisráðuneytisins við sambærilegri fyrirspurn Ásmundar Einars, sem birtist fyrir helgi, kemur fram að heildarkostnaður forsætisráðuneytis vegna ferða nam 8,7 milljónum. Í öllum tilfellum er kostnaðurinn vegna fargjalda og greiddra dagpeninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×