Það er komið í tísku að kalla: "Messi, Messi" til þess að reyna að koma Portúgalanum Cristiano Ronaldo úr jafnvægi. Portúgalinn segir að þessi köll trufli sig ekki nokkurn skapaðan hlut.
"Þessi köll hafa bara engin áhrif á mig. Þau hvetja mig ekkert sérstaklega áfram heldur. Ég læt þetta sem vind um eyru þjóta. Þetta skiptir mig engu máli," sagði portúgalski töffarinn.
Frægt er þegar stuðningsmenn Bosníu sungu "Messi, Messi" er Ronaldo kom til landsins með portúgalska landsliðinu.
Ronaldo segir þess utan að hann sé ekkert að velta sér upp því hvort hann hljóti gullknöttinn. Árangur Real Madrid sé það sem skipti máli.
Ronaldo: Truflar mig ekkert þegar áhorfendur kalla Messi

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

