Innlent

Fyrsta flensutilfellið staðfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóttvarnarlæknir hvetur þá sem eru í áhættuhópi að láta bólusetja sig.
Sóttvarnarlæknir hvetur þá sem eru í áhættuhópi að láta bólusetja sig.
Fyrsta inflúensutilfelli vetrarins hefur verið staðfest á veirufræðideild Landspítala. Inflúensan greindist í íslenskum ferðamanni sem var að koma frá Suður-Asíu og er af stofni inflúensu A(H3) sem hefur valdið árlegri inflúensu síðastliðna áratugi.

Ferðamaðurinn var í hópi Íslendinga og veiktust margir í hópnum með inflúensulíkum einkennum. Það er því hugsanlegt að inflúensan nái útbreiðslu hér á landi á næstu vikum, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Til greina kemur að meðhöndla inflúensu með veirulyfjum að undangengnu mati læknis.

Sóttvarnalæknir hvetur þá sem eru í áhættuhópi að láta bólusetja sig gegn inflúensunni. Það eru:

  • allir einstaklingar 60 ára og eldri,
  • öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum,
  • heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í þessum áhættuhópum,
  • barnshafandi konur.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×