Innlent

Víggirt Alþingi vegna Áramótaskaupsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri býst við því að eitthvað verði tekið upp í desember.
Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri býst við því að eitthvað verði tekið upp í desember.
Ráðgert er að ljúka tökum á Áramótaskaupinu að mestu leyti um eða eftir helgina, segir Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri. Tökur fóru fram fyrir utan Alþingishúsið í dag.

Eins og kunnugt er gekk mikið á við þingsetningu 1. október síðastliðinn, en þá féll Árni Þór Sigurðsson þingmaður meðal annars í götuna. Gunnar vill þó ekkert segja hvort upptökurnar við þinghúsið tengist þeim atburði. „Ég segi náttúrlega ekki neitt um það,“ segir Gunnar og bendir á að fólk vilji upplifa spennuna fram á gamlárskvöld. Að sögn sjónarvotta sem höfðu samband við Vísi var þinghúsið víggirt vegna upptökunnar.

Gunnar segir að þó að tökum verði að mestu leyti lokið um helgina geri aðstandendur Áramótaskaupsins ráð fyrir að eitthvað gerist í samfélaginu á næstu vikum sem verði þá að taka upp í desember. „En planið er út þessa helgi og sennilega eitthvað í næsta mánuði,“ segir Gunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×