Innlent

Algert öngþveiti á Hellisheiði

GS skrifar
Öngþveiti er orðið á Hellisheiði vegna óveðurs og er búið að kalla út björgunarsveit til að aðstoða ökumenn, sem lent hafa í vandræðum. Þónokkrir bílar hafa hafnað utan vegar, eru stopp í köntunum eða jafnvel út á miðjum vegi, en skyggni er afleitt, mjög hvasst í hviðum og vegurinn er flug háll. Þrátt fyrir mörg óhöpp hafa ekki borist fréttir af slysum, heldur ekki úr þrengslunum, þar sem tveir bílar ultu í morgun. Í athugun er að loka Hellisheiðinni á meðan veðrið gengur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×