Innlent

Veðrið gengið niður á Hellisheiði

Veður hefur nú gengið niður á Hellisheiði en öngþveiti skapaðist þar í morgun vegna óveðurs. Björgunarsveit var björgunarsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn, sem lent höfðu í vandræðum, því lögreglumenn höfðu ekki undan.

Þónokkrir bílar höfnuðu utan vegar, stöðvuðust í köntunum eða jafnvel út á miðjum vegi. Skyggni var afleitt, mjög hvasst í hviðum, slydda  og vegurinn var flugháll. Þrátt fyrir mörg óhöpp urðu engin slys og heldur ekki úr Þrengslunum, þar sem tveir bílar ultu í morgun og einn fauk útaf.

Það varð með þeim hætti að ökumaður hafði numið staðar og fór út úr bílnum til að kanna aðstæður, en þá brast á vindhviða, hreif bílinn  með sér út af veginum og skilaði honum þar á hliðinni. Um tíma var Í athugun er að loka Hellsiheiðinni, en eftir að draga tók úr úrkomu og birta fór af degi fór ástandið að lagast.

Afleitt verður var líka við Vík í Mýrdal um sama leyti í morgun, en þar urðu heldur ekki slys. Hálka er víða á vegum um allt land, en allar helstu leiðir eru færar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×