Innlent

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Segja má að almenn sé fólk á móti lögleiðingu kannabisreykinga.
Segja má að almenn sé fólk á móti lögleiðingu kannabisreykinga. mynd/ getty.
Rösklega 87% Íslendinga eru frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Um 12,7% eru frekar eða mjög fylgjandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, en samkvæmt henni fjölgar þeim sem eru andvígir lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi frá fyrri könnun. Í nóvember í fyrra voru 83% andvígir lögleiðingu. Um þrefalt fleiri karlar eru hlynntir lögleiðingu fíkniefna en konur, eða 18% á móti 6%.

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi?

879 svöruðu spurningunni. Könnunin var gerð dagana 10. - 14. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×