Innlent

Finna flug með öðrum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Iceland Express er hætt flugi til Ameríku.
Iceland Express er hætt flugi til Ameríku.
Finna á leiðir til að það fólk sem átti pantað flug með Iceland Express til Bandaríkjanna á morgun geti flogið með öðrum flugfélögum. Iceland Express ákvað á dögunum að hætta flugi til Bandaríkjanna. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, vill ekki gefa upp um hversu marga farþega er að ræða. „Við gefum það ekkert upp. Það er bara viðskiptamál," segir Heimir Már.

„Svo er bara verið að reyna að senda smátt og smátt skilaboð til þeirra sem áttu pantað flug," bætir hann við. Haft verði samband við alla farþegana.

Heimir Már segir að um sé að ræða fólk víðsvegar að úr heiminum. Meðal annars fólk frá Kaupmannahöfn, Bretlandi og Bandaríkjunum sem ætluðu í tengiflugi með Iceland Express. „Þetta eru ekkert svo margir Íslendingar," segir Heimir Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×