Innlent

17 milljóna króna lán í 140 milljónum árið 2047?

Frosti Logason
Frosti Logason Mynd/Anton Brink
„Ég er búinn að tapa öllum mínum peningum,“ segir Frosti Logason, útvarpsmaður í þættinum Harmageddon á Xinu 977. Hann segir að, ef það verði fimm prósent verðbólga hér á landi út lánstímann á 17 milljón króna láni sínu, sem hann tók árið 2006, verði hann búinn að borga bankanum 140 milljónir króna árið 2047.

Lánið var tekið fyrir fimm árum síðan og var 80 prósent lán í íbúð sem hann keypti sér. Nú stendur lánið í 25 milljónum og það hækkar og hækkar. „Ég spurði, hvernig mun þetta líta út? Mun þetta bara hækka út í það óendanlega? Þá horfði hún á mig og sagði: Já, það er ekkert sem bendir til þess að það breytist eitthvað.“

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×