Innlent

Rúmlega helmingur styður Ólaf Ragnar í næstu forsetakosningum

Rúmlega helmingur, eða 53,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, segja að til greina komi að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningum á næsta ári, ef hann gefur kost á sér.

46,3 prósent segja að það komi ekki til greina en 75 prósent aðspurðra tóku afstöðu. Fylgi við Ólaf Ragnar er meira meðal karla en kvenna, meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og meira meðal ungs fólks en eldra.

Afgerandi meirihluti Framsóknarmanna, eða 85 prósent, styðja Ólaf Ragnar og rúm 64 prósent Sjálfstæðismanna, en aðeins 25 prósent Samfylkingarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×