Innlent

Kviknaktar kvenfélagskonur

Mynd úr dagatalinu.
Mynd úr dagatalinu.
Kvenfélagskonur í Biskupstungum hafa gefið út dagatal fyrir árið 2012 þar sem þær sitja kviknaktar fyrir á myndum líkt og þær gerðu með svo eftirminnilegum hætti á dagatalinu fyrir árið 2010. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðs Suðurlands.

Þar kemur fram að dagatalið verður til sölu á jólamarkaði félagsins í Aratungu á laugardaginn.

Það er einnig selt í Bjarnabúð, Garnbúðinni í Bjarkarhóli og á Garn.is.

Meðfylgjandi mynd er á nýja dagatalinu, kvenfélagskonur í teboði úti í guðsgrænni náttúrunni. Dagatalið er eitt af aðal fjáröflunarverkefnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×