Innlent

Hæstiréttur dæmir um einkamál Eiðs í dag

Eiður á toppnum. Eitthvað hefur þó fjarað undan íþróttkempunni sem spilar með AEK Aþenu í dag.
Eiður á toppnum. Eitthvað hefur þó fjarað undan íþróttkempunni sem spilar með AEK Aþenu í dag.
Hæstiréttur kveður upp úrskurð um  meiðyrðamál sem knattspyrnumaðurinn Eiður Smári  Guðjohnsen höfðaði gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Í febrúar á þessu ári voru þremenningarnir í héraðsdómi dæmdir til að greiða Eiði Smára 150 þúsund krónur í sekt hver, vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál knattspyrnumannsins. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða honum 400 þúsund í miskabætur.

Ingi Freyr, Reynir og Jón Trausti áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar en Eiður Smári stefndi þeim öllum fyrir umfjöllun blaðsins í desember 2009 um fjármál sín. Þá var sagt frá því að Eiður Smári skuldaði 1,2 milljarð en eigi 800 miljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ.

Eiður gerði engar athugasemdir við upplýsingarnar sem fram komu í fréttinni, heldur umfjöllun blaðsins um það sem hann vildi meina að væri hans einkamál, það er að segja fjármálin.

Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í febrúar á þessu ári að ef Eiður Smári myndi vinna málið í Hæstarétti gætu blaðamenn alveg eins pakkað saman og farið heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×