Innlent

Steinunn Valdís metur hugmyndir um nýtt fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður nefndarinnar sem metur þær tillögur sem sendar verða inn.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður nefndarinnar sem metur þær tillögur sem sendar verða inn.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úrslit samkeppninnar næsta vor, eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins.

Nefndin er þannig skipuð:

    Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar,

    Páll Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður án tilnefningar,

    Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður án tilnefningar,

    Gylfi Guðjónsson, arkitekt, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands,

    Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands.

Verkefni dómnefndar er að fara yfir þær tillögur er berast í hönnunarsamkeppnina og velja þrjár þeirra, sem skipa skulu í verðlaunasæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×