Norsku lærin duga í hangikjötið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2011 18:15 Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi. Vandi Gunnars Karls er sá að á svæðinu sem hann býr á í Norður-Noregi, á litlum sveitabæ á Hálogalandi, hefur hann hvergi fundið búð sem selur hangikjöt. En björgin er ekki fjarri, Norðmenn eiga jú líka sauðfé, og Vestfirðingurinn dó ekki ráðalaus heldur útbjó sinn eigin reykofn útí í skógarrjóðri. Gunnar Karl segist nota tað, eini og birki til að reykja hangikjötið. Reykinn leiðir hann upp í gamla grænmálaða frystikistu, sem nú gegnir hlutverki reykhúss. Þar sýnir hann okkur tvö nýreykt lambalæri, - ekki af íslensku, - heldur af norsku fé, og segir norska lambakjötið ekki síðra. Honum finnst norsku lambalærin ívíð stærri en þau íslensku en segir bragðið það sama. Spurður hvort það sé þá rangt, sem stundum er haldið fram, að íslenska lambakjötið sé það besta, segir Gunnar Karl að hann finni engan mun á norsku og íslensku lambakjöti og skipti þá ekki máli hvaða matreiðsluaðferð sé notuð. Og norskir kindahausar enda líka sem sviðahausar á heimili Íslendingsins. Í Noregi er ekkert heitt vatn í jörðu og Íslendingurinn sem vill sinn heita pott smíðar þá bara réttu græjurnar. Gunnar Karl notar gamalt ker úr ígulkerjarækt fyrir pott og við hliðina er hann búinn að útbúa ofn með spíral í. Hann kyndir upp með því að brenna við, hitar þannig upp kalt vatn og notar svo gamla þvottavélardælu til að búa til hringrás milli heita pottsins og spíralsins. -Þannig að Íslendingurinn getur ekki verið án heita pottsins í Noregi? ,,Nei, það gengur ekki," svarar Gunnar Karl. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslendingar búsettir í Noregi, sem hvorki vilja sleppa hangikjöti né sviðahausum, deyja ekki ráðalausir. Þeir einfaldlega reykja norsk lambalæri útí skógi og svíða norska kindahausa. Hangikjöt með uppstúf er maturinn sem Gunnar Karl Garðarsson frá Bíldudal býður gestum frá Íslandi. Vandi Gunnars Karls er sá að á svæðinu sem hann býr á í Norður-Noregi, á litlum sveitabæ á Hálogalandi, hefur hann hvergi fundið búð sem selur hangikjöt. En björgin er ekki fjarri, Norðmenn eiga jú líka sauðfé, og Vestfirðingurinn dó ekki ráðalaus heldur útbjó sinn eigin reykofn útí í skógarrjóðri. Gunnar Karl segist nota tað, eini og birki til að reykja hangikjötið. Reykinn leiðir hann upp í gamla grænmálaða frystikistu, sem nú gegnir hlutverki reykhúss. Þar sýnir hann okkur tvö nýreykt lambalæri, - ekki af íslensku, - heldur af norsku fé, og segir norska lambakjötið ekki síðra. Honum finnst norsku lambalærin ívíð stærri en þau íslensku en segir bragðið það sama. Spurður hvort það sé þá rangt, sem stundum er haldið fram, að íslenska lambakjötið sé það besta, segir Gunnar Karl að hann finni engan mun á norsku og íslensku lambakjöti og skipti þá ekki máli hvaða matreiðsluaðferð sé notuð. Og norskir kindahausar enda líka sem sviðahausar á heimili Íslendingsins. Í Noregi er ekkert heitt vatn í jörðu og Íslendingurinn sem vill sinn heita pott smíðar þá bara réttu græjurnar. Gunnar Karl notar gamalt ker úr ígulkerjarækt fyrir pott og við hliðina er hann búinn að útbúa ofn með spíral í. Hann kyndir upp með því að brenna við, hitar þannig upp kalt vatn og notar svo gamla þvottavélardælu til að búa til hringrás milli heita pottsins og spíralsins. -Þannig að Íslendingurinn getur ekki verið án heita pottsins í Noregi? ,,Nei, það gengur ekki," svarar Gunnar Karl.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira