Innlent

Ferð Herjólfs var felld niður

Fyrsta ferð Herjólfs, sem átti að fara frá Vestmannaeyjum klukkan 8 í morgun, var felld niður vegna bilunar í stýrisbúnaði ferjunnar. Á heimasíðu Eimskipa kemur fram að unnið sé að viðgerð. Óvissa er með seinni ferð Herjólfs í dag og eru farþegar beðnir um að fylgjast með framvindu mála í fréttum, á heimasíðu Herjólfs eða í síma 481-2800.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×