Innlent

Íslendingar buðu Færeyingum aðstoð vegna óveðursins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi haft samband við Færeyinga vegna málsins.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi haft samband við Færeyinga vegna málsins.
Íslensk stjórnvöld hafa verið í sambandi við Færeyinga eftir að ofsaveður gekk yfir Færeyjar í fyrrinótt og boðið fram aðstoð. „Við höfum látið þá vita að við værum til taks ef þeir þyrftu einhverja aðstoð," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Hún segir að færeysk stjórnvöld meti stöðuna þannig núna að engrar aðstoðar sé þörf frá Íslendingum, Dönum eða öðrum þjóðum. Skaðinn sé minni en talið hefði verið í fyrstu. Þar skipti mestu máli að enginn hafi látist í óveðrinu. Skemmdir á eignum hafi jafnframt verið minni en óttast var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×