Innlent

Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seinni ferð Herjólfs, sem átti að fara frá Vestmannaeyjum í kvöld, fellur niður vegna bilunar í skipinu. Unnið er að bráðabirgðaviðgerð á stýribúnaði en ljóst að sú viðgerð mun ekki klárast fyrr en í kvöld.

Þeir farþegar sem áttu bókaða ferð með Herjólfi í dag, laugardag, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam samband við afgreiðslu í síma 481-2800.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

Allt kapp er lagt á að geta siglt á morgun sunnudag og munu tilkynningar þar að lútandi verða birtar á ofangreindum stöðum um leið og þær liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×