Innlent

Stálu víni frá veitingastað

Brotist var inn í veitingastað í Reykjavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi og þaðan stolið nokkrum vínflöskum af barnum.

Lögreglumenn sáu skömmu síðar til þriggja ungra manna á gangi og stóðu vínflöskur upp úr öllum vösum þeirra, og reyndust það vera þjófarnir. Sá yngsti er aðeins 17 ára og kemur mál hans til kasta barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×