Innlent

Snarráður öryggisvörður kom í veg fyrir eldsvoða

Snarráður öryggisvörður frá Securitas kom í veg fyrir að verr færi í Mosfellsbæ upp úr miðnætti, þegar kveikt var þar í ruslagámi, sem stóð hættulega nálægt húsi.

Hann náði með handslökkvitæki að kæfa eldinn í fæðingu á meðan slökkvilið var á leiðinni, en það slökkti svo í glæðum.

Allt bendir til að kveikt hafi verið í gámnum, en ekki er vitað hver var þar að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×