Innlent

Isavia styrkir Landsbjörg

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt fulltrúum björgunarsveitarinnar Suðurnes og Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem veittu viðtöku styrkjum úr styrktarsjóði Isavia.
Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt fulltrúum björgunarsveitarinnar Suðurnes og Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem veittu viðtöku styrkjum úr styrktarsjóði Isavia.
Isavia ohf. hefur stofnað sjóð til að styðja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tilgangur sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita félagsins með sérstaka áherslu á hlutverk björgunarsveita í viðbúnaðaráætlunum áætlunarflugvalla. Markmið verkefnisins er að björgunarsveitir, og þar með viðbúnaðarkerfi landsins, séu ávallt sem best búnar þess að takast á við hópslys. Verkefnið er til þriggja ára og ráðgerir Isavia að styrkja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins um 5 milljónir króna árið 2011 og 8 milljónir árið 2012 og 2013, samtals um 21 milljón króna, segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×