Innlent

Ríkisstjórnin á engan stuðning inni hjá Hreyfingunni

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Mynd/GVA
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að innan þingflokks Hreyfingarinnar hafi ekkert verið rætt hvort ríkisstjórnin yrði varin vantrausti. Aðspurð segist hún sjálf efast um að það yrði raunin, enda hafi allir þingmenn Hreyfingarinnar greitt atkvæði gegn ríkisstjórninni þegar síðasta vantrauststillaga var lögð fram.

Margrét segir að innan Hreyfingarinnar hafi þetta ekki verið formlega rætt. „Við höfum ekkert rætt það mikið. Þetta er mjög athyglisverð staða, en við höfum ekkert rætt þetta á þessum nótum."

Menn með ólíka stefnu

„Þetta ástand sem verið hefur núna gengur auðvitað ekki. Nú er ég ekki að kalla eftir meira foringjaræði, en eina breytingin sem manni finnst hafa orðið er að nú er foringjaræði og menn hlýða því ekki. Menn eru ekkert að tala saman til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Mér finnst menn hafa svo ólíka stefnu í þessari ríkisstjórn."

Hefur verið leitað til ykkar? „Nei, það hefur ekki verið gert með formlegum hætti."

Myndir þú verja ríkisstjórnina vantrausti? Ég efast um það. Það er ekkert svo langt síðan slík tillaga var borin fram og við í Hreyfingunni studdum hana öll."


Tengdar fréttir

Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni

Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns.

Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði

"Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum.

Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð

Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf.

Hin níu líf ríkisstjórnarinnar - tvö eftir

Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.