Viðskipti innlent

Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð

Hafsteinn G. Hauksson skrifar

Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf.

Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna.

„Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri."

Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal.

Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram?

„Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd.

„Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir."

Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna?

„Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?"
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.