Innlent

Kemur til greina að verja ríkisstjórnina falli ef Jón hverfur á braut

Guðmundur Steingrímsson, óháður þingmaður
Guðmundur Steingrímsson, óháður þingmaður mynd/anton
Ríkisstjórnin fundaði í morgun um áframhaldandi veru Jóns Bjarnasonar í ríkisstjórn. Guðmundur Steingrímsson segir það koma til greina að verja ríkisstjórnina falli ef til þess kæmi að Jón segði skilið við stjórnarflokkana.Að minnsta kosti tveir þingmenn VG styðja áframhaldandi veru Jóns í ríkisstjórn sem þýðir að stjórnin gæti fallið fari hann úr embætti.Ríkisstjórnin fundar nú í stjórnarráðshúsinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er staða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enn frekar rædd á þeim fundi. Þá hafa margir þingmenn stjórnarflokkana talið það réttast að Jón Bjarnason víki en meirihlutinn á Alþingi gæti fallið ef hann segir sig úr þingflokki Vinstri grænna.Það sem flækir stöðuna er að tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna eru sagðir mótfallnir því að Jón fari úr embætti, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.Ríkisstjórnin ræðir því stöðuna nú á fundi sínum en eftir því sem fréttastofa kemst næst á að finna lausn á málinu svo að þingmenn stjórnarflokkana verði sáttir og ríkisstjórnin haldi meirihlutaumboði sínu á Alþingi.Guðmundur Steingrímsson, óháður þingmaður, segir það koma til greina að verja ríkisstjórnina falli ef til þess kæmi að Jón Bjarnason segði skilið við stjórnarflokkana.„Það yrði náttúrlega bara samskonar matsatriði og matsferli eins og ég fór í gegnum þegar borin var upp vantrausttillöga. Þá fór ég yfir stöðuna og gaf henni plúsa og mínusa," segir Guðmundur.Hann segist þó þurfa að skoða hvort ríkisstjórnin yrði tilbúin til að verja ýmis konar mál sem hann hefur áhuga líkt og endurskoðun stjórnarskrárinnar og uppbyggingu atvinnulífsins.„Ég myndi þurfa að sjá hvort að þetta sé allt saman hægt og myndi byggja afstöðu mína á afstöðu til þessara mála."Hann þurfi þó að ráðfæra sig við hinn nýja stjórnmálaflokk sem hann stofnar nú ásamt Besta flokknum.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.