Fótbolti

Króatía á EM - Hiddink aldrei þessu vant ekki á stórmót

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. afp
Króatía sigldi örugglega inn á EM næsta sumar er það gerði markalaust jafntefli við Tyrkland á heimavelli í kvöld.

Króatía vann fyrri leik liðanna, 0-3, og farseðill þeirra var því aldrei í neinni hættu í kvöld. Heimamenn spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og gáfu engin færi á sér.

Tyrkir, undir stjórn Guus Hiddink, náðu ekki að framkvæma nein kraftaverk og því nær Hiddink aldrei þessu vant ekki að fara með lið á stórmót næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×