Fótbolti

Walker vill komast á EM með Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kyle Walker, bakvörðurinn öflugi hjá Tottenham, stefnir að því að komast í EM-hóp Englands næsta sumar en hann átti góðan leik þegar að England vann 1-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik í gær.

Walker kom einnig inn á sem varamaður gegn Spánverjum um helgina en hann þótti ná vel saman við Theo Walcott í leiknum í gær. Hann var valinn maður leiksins.

„Þetta er mjög spennandi hópur leikmanna,“ sagði Walker eftir leikinn. „Það eru margir ungir strákar - ég, Danny Welbeck, Phil Jones, Jack Rodwell og fleiri. Listinn er langur.“

„Þjálfarinn hefur gefið okkur tækifæri og ég vona að við verðum með í sumar. Ég vil bara fá að spila fótbolta enda nýt ég þess mjög. Vonandi sér restin svo um sig sjálf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×