Fótbolti

Neymar sér ekki eftir því að hafa hafnað Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíska undrabarnið Neymar segist ekki sjá eftir því að hafa hafnað tilboði frá Chelsea en hann skrifaði nýverið undir nýjan langtímasamning við Santos í heimalandinu.

Hann segist þó gjarnan vilja spila í Evrópu í framtíðinni en núverandi samningur hans við Santos rennur út árið 2014. Hann er einungis nítján ára gamall og hefur sagður vera efnilegasti knattspyrnumaður heims.

Real Madrid, Barcelona og fleiri stórlið í Evrópu hafa áhuga á að kaupa kappann en hann er ánægður á heimaslóðum.

„Ég sé ekki eftir neinu. Ég ákvað að halda kyrru fyrir í mínu heimalandi og mér finnst það rétt ákvörðun,“ sagði hann í viðtali við tímaritið France Football.

„Ef ég hefði farið til Chelsea í sumar hefði ég ekki unnið Copa Libertadores með Santos, titli sem félagið hefur beðið eftir í hálfa öld.“

„Ég vil vera áfram í Santos. Ég þakka þessum stórliðum sem hafa sýnt mér áhuga fyrir en ég tók þessa ákvörðun og stend við hana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×