Fótbolti

Hiddink hættur sem landsliðsþjálfari Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / Getty Images
Guus Hiddink og knattspyrnusamband Tyrklands hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu að sá fyrrnefndi hætti störfum sem landsliðsþjálfari.

Hiddink mistókst að koma Tyrkjum í úrslitakeppni EM 2012 eftir að hafa tapað fyrir Króatíu í umspilinu, 3-0. Öll mörkin í rimmunni komu í fyrri leiknum sem fór fram í Tyrklandi á föstudagskvöldið.

Knattspyrnusamband Tyrklands staðfesti þetta í morgun en enskir fjölmiðlar fullyrtu í morgun að Hiddink væri á leið til Chelsea og myndi taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála. Hann stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni árið 2009.

Hiddink var áður landsliðsþjálfari Rússlands en mistókst einnig að koma liðinu í stórmót eftir að hafa tapað fyrir Slóveníu í umspili HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×