Fótbolti

Mál Rooney tekið fyrir degi fyrr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney sparkar hér niður leikmann Svartfellinga í umræddum leik.
Rooney sparkar hér niður leikmann Svartfellinga í umræddum leik. Nordic Photos / Getty Images
Áfrýjun enska knattspyrnusambandsins verður tekin fyrir hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þann 8. desember næstkomandi, degi fyrr en áætlað var.

Rooney fékk að líta rautt spjald í leik enska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í síðasta mánuði og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir.

Samkvæmt því missir Rooney af allri riðlakeppninni á EM 2012 næsta sumar en forráðamenn enska sambandsins vona að áfrýjunin muni bera árangur.

Rooney mun einmitt vera staddur í Sviss þann 7. desember vegna leiks Manchester United og Basel í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×