Fótbolti

Blanc: Frakkland verður ekki Evrópumeistari 2012

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakklands, telur sína menn ekki líklega til að hampa Evrópumeistarabikarnum í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Paulo Bento, þjálfari Portúgals, sagði það sama um sitt lið eftir að Portúgal tryggði sér sæti á EM eftir sigur á Bosníu í umspili. Frakkar þurftu ekki að fara í gegnum umspil en var engu að síður raðað í neðsta styrkleikaflokk í mótinu.

„Ég segi nei. Við getum unnið svo sem hvaða lið sem er á góðum degi en ekki allt mótið,“ sagði Blanc við franska fjölmiðla.

„Við vitum að helst myndum við vilja fá Pólland eða Úkraínu [gestgjafana] úr fyrsta styrkleikaflokki.“

Dregið verður í riðla á EM þann 2. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×