Fótbolti

Trapattoni vill þjálfa írska landsliðið þar til að hann verður 77 ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovanni Trapattoni.
Giovanni Trapattoni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Giovanni Trapattoni er þjóðhetja á Írlandi eftir að hann stýrði írska knattspyrnulandsliðinu inn á Evrópumótið sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Trapattoni er orðinn 72 ára gamall og verður langelsti þjálfarinn á EM næsta sumar en hann er hvergi nærri hættur.

Núverandi samningur Trapattoni rennur út eftir EM en ítalski þjálfarinn segir það aðeins vera formsatriði að ganga frá nýjum fjögurra ára samningi. Trapattoni verður orðinn 77 ára þegar EM fer fram í Frakklandi 2016.

„Ég hef áhuga á því að vera með Írland í fjögur ár til viðbótar og leyfa síðan Marco Tardelli að taka við starfinu," sagði Giovanni Trapattoni við Gazzetta dello Sport en Tardelli er aðstoðarmaður hans í dag.

Írar eru nú á sínu fyrsta stórmóti í áratug og á sínu fyrsta Evrópumóti síðan 1988. Trapattoni segir að markmið sé að komast í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×