Innlent

Kostar tíu milljónir að fjarlægja aspirnar við Ráðhúsið

Mynd/GVA
Kostnaður Reykjavíkurborgar við að fjarlægja Aspir í nágrenni ráðhússins nemur um tíu milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna óskuðu eftir upplýsingum um kostnaðinn og í svari frá garðyrkjustjóra borgarinnar segir að tilboði upp á tæpar níu milljónir hafi verið tekið í verkið. Þá er gert ráð fyrir efniskostnaði allt að einni milljón króna. Þá hafa tvær milljónir króna farið í undirbúning og hönnunarkostnað en sá kostnaður er ekki vegna aspanna við ráðhúsið eingöngu heldur hluti af sambærilegu verkefni um alla borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×