Fótbolti

Edda samdi á ný við KIF Örebro

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Edda Garðarsdóttir er á meðal leikreyndustu leikmanna íslenska kvennalandsliðsins.
Edda Garðarsdóttir er á meðal leikreyndustu leikmanna íslenska kvennalandsliðsins.
Edda Garðarsdóttir hefur samið á ný við sænska fótboltaliðið KIF Örebro og er samningurinn til þriggja ára. Landsliðskonan hefur verið hjá Örebro frá árinu 2009.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu. Nýr þjálfari, nýjar áherslur og breytingar í leikmannahópnum,“  sagði Edda við Vísi en hún fór í speglun á hné í september s.l. og er enn að jafna sig eftir þá aðgerð.

„Það er enn bólga í hnénu en ég kem til Íslands í byrjun desember þar  sem ég mun ráðfæra mig við læknateymi íslenska landsliðsins um framhaldið.  Ég er enn í endurhæfingu en vonandi get ég farið að æfa á fullu fljótlega,“ sagði Edda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×