Fótbolti

Beckham vill fá enskan landsliðsþjálfara

Beckham var í þjálfarateymi Englands á síðasta HM.
Beckham var í þjálfarateymi Englands á síðasta HM.
David Beckham er í hópi fjölmargra sem vill sjá Englending taka við enska landsliðinu af Fabio Capello næsta sumar.

"Við höfum ekki haft um marga að velja og því fengum við þjálfara sem hefur náð árangri alls staðar í heiminum. Það var gott að fá Capello. Ég held samt að það sé kominn tími á Englending aftur," sagði Beckham.

Englendingar reyndu að hafa heimamenn sem landsliðsþjálfara á undan Capello en með afar takmörkuðum árangri.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er talinn líklegastur í starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×