Fótbolti

Ekkert ósætti á milli Messi og Villa - Pep tjáir sig ekki um Zlatan

Messi og Villa eru vinir.
Messi og Villa eru vinir.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að eittvað ósætti sé á milli Lionel Messi og David Villa. Þeir séu fínustu félagar.

"Það lendir aldrei neinn í rifrildi við David. Hann og Leo eru báðir góðir menn. Það eru allir sáttir og ekkert til í þessu."

Þjálfarinn fær rækilega að heyra það frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic í ævisögu leikmannsins. Pep vill ekkert tjá sig um það sem Zlatan segir í bókinni.

"Ég vil ekkert tjá mig. Ég vil bara þakka honum fyrir árið sem hann var hér er við náðum 99 stigum í deildinni. Hann spilaði, sannaði sig og átti þátt í okkar árangri. Það er ekkert meira um það að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×