Íslenski boltinn

Valsmenn fögnuðu sigri í rokleiknum - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Valur vann í gær 2-1 sigur á Þór í eina leik dagsins sem var ekki frestað í Pepsi-deild karla. Leikurinn fór fram í rigningu og roki á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sigurmark Vals með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en stigin þrjú gætu reynst Valsmönnum dýrmæt í baráttunni um Evrópudeildarsæti.

Þórsarar eru fyrir vikið enn með 21 stig og ekki lausir við falldrauginn enn. Fallbaráttan gæti þó tekið á sig skýrari mynd í kvöld þegar hinir fimm leikirnir í 20. umferðinni fara fram.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×