Innlent

Vinsældarmatsnefnd Besta flokksins vill íhuga alvarlega landsframboð

Jón Gnarr, mældist með tæplega 40 prósent vinsældarfylgi í gær samkvæmt MMR.
Jón Gnarr, mældist með tæplega 40 prósent vinsældarfylgi í gær samkvæmt MMR.

Vinsældarmatsnefnd Besta flokksins hefur sent landskjörnefnd Besta flokksins formlegt erindi þar sem hún telur að athuga beri af enn meiri alvöru framboð flokksins til næstu þingkosninga.

Samkvæmt ályktun nefndarinnar þá er tilefnið fyrir formlegri beiðninni nú, dvínandi vinsældir borgarstjórans, Jóns Gnarr, en nefndin fagnar niðurstöðum könnunarinnar.

Orðrétt segir í ályktun vinsældarmatsnefndarinnar: „Vinsældarmatsnefnd Besta flokksins fagnar niðurstöðum nýlegum könnunar á ánægju landsmanna með störf hins mikla mannvinar og leiðtoga, borgarstjórans í Reykjavík, en líklegt má telja að fáir starfandi stjórnmálamenn njóti jafn mikilla vinsælda á landsvísu."

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra flokksins er óljóst hverjir sitja í vinsældarmatsnefndinni, sem mun vera leynileg nefnd innan Besta flokksins en annað myndi skekkja niðurstöður að sögn framkvæmdastjórans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.