Sjávarfallavirkjun til að hlífa Teigsskógi 30. ágúst 2011 21:00 Sjávarfallavirkjun þvert yfir Þorskafjörð, sem jafnframt yrði brú, er til umræðu sem sáttaleið í deilum um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Erfiðustu hindranirnar í vegi þess að byggðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum tengist öðrum landshlutum með nútímavegi eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Deilur hafa hins vegar verið um þá tillögu Vegagerðarinnar að losna við hálsana með því að fara þvert yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um utanverðan Þorskafjörð í gegnum Teigsskóg. Sá möguleiki er nú til skoðunar í sérstakri sáttanefnd hvort raunhæft sé að leysa málið með sjávarfallavirkjun sem jafnframt yrði brú. Tillagan er mastersverkefni Bjarna M. Jónssonar, sérfræðings í auðlindastjórnun. Hann segir svæðið henta vel fyrir 60 megavatta virkjun, sem framleiddi um 180 gígavattstundir á ári. Slík virkjun gæti farið að skila hagnaði eftir tíu ár í rekstri, að mati Bjarna, og vegurinn gæti því orðið einskonar bónus. Helstu rökin gegn vegagerð á þessum slóðum eru röskun á lífríki í fjörum en Bjarni vill meina að áhrif sjávarfallavirkjunar á fjörurnar verði lítil. Hann bendir á að virkjunin yrði ekki stífla heldur yrði reynt að láta eins mikið af vatninu og unnt væri ganga inn og út úr firðinum. Útfallinu yrði þó seinkað aðeins, eða um klukkustund, sem yrðu helstu umhverfisáhrifin. Brú um sjávarfallavirkjun þvert yfir mynni Þorskafjarðar, frá Stað á Reykjanesi yfir að Skálanesi, þýddi að þorpið á Reykhólum kæmist í alfaraleið. Hvort þetta verkefni hlýtur brautargengi segir Bjarni að sé pólitísk ákvörðun. Hann bendir hins vegar á að menn verði að velja; ekki verði bæði ráðist í vegagerð um hina umdeildu veglínu og sjávarfallavirkjun yst í firðinum. Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Sjávarfallavirkjun þvert yfir Þorskafjörð, sem jafnframt yrði brú, er til umræðu sem sáttaleið í deilum um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Erfiðustu hindranirnar í vegi þess að byggðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum tengist öðrum landshlutum með nútímavegi eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Deilur hafa hins vegar verið um þá tillögu Vegagerðarinnar að losna við hálsana með því að fara þvert yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um utanverðan Þorskafjörð í gegnum Teigsskóg. Sá möguleiki er nú til skoðunar í sérstakri sáttanefnd hvort raunhæft sé að leysa málið með sjávarfallavirkjun sem jafnframt yrði brú. Tillagan er mastersverkefni Bjarna M. Jónssonar, sérfræðings í auðlindastjórnun. Hann segir svæðið henta vel fyrir 60 megavatta virkjun, sem framleiddi um 180 gígavattstundir á ári. Slík virkjun gæti farið að skila hagnaði eftir tíu ár í rekstri, að mati Bjarna, og vegurinn gæti því orðið einskonar bónus. Helstu rökin gegn vegagerð á þessum slóðum eru röskun á lífríki í fjörum en Bjarni vill meina að áhrif sjávarfallavirkjunar á fjörurnar verði lítil. Hann bendir á að virkjunin yrði ekki stífla heldur yrði reynt að láta eins mikið af vatninu og unnt væri ganga inn og út úr firðinum. Útfallinu yrði þó seinkað aðeins, eða um klukkustund, sem yrðu helstu umhverfisáhrifin. Brú um sjávarfallavirkjun þvert yfir mynni Þorskafjarðar, frá Stað á Reykjanesi yfir að Skálanesi, þýddi að þorpið á Reykhólum kæmist í alfaraleið. Hvort þetta verkefni hlýtur brautargengi segir Bjarni að sé pólitísk ákvörðun. Hann bendir hins vegar á að menn verði að velja; ekki verði bæði ráðist í vegagerð um hina umdeildu veglínu og sjávarfallavirkjun yst í firðinum.
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira