Arnar Sveinn: Refsing aganefndar salómonsdómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2011 16:04 Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira